12.05.1938
Efri deild: 76. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1356 í B-deild Alþingistíðinda. (2019)

28. mál, rekstrarlánafélög

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

hað er ekki að sjá, að hv. þm. hafi mikinn áhuga fyrir framkvæmd þessa máls, að hann skuli nú á elleftu stundu þingsins byrja á stórskömmum í sambandi við afgreiðslu málsins, ekki meira tilefni en til þess er. Það var ekki ætlun okkar að tefja fyrir málinu, og býst ég við, að það verði látið njóta þeirrar velvildar, að ekki verði farið út í þær umr., sem tilefni gafst til með ræðu hv. þm., sem er að reyna að hleypa í málið pólitískum æsingi nú á síðustu stundu. Annars finnst mér undarlegt, að hv. þm. skuli vera að belgja sig upp út af því, að framsóknarmenn vilji koma í veg fyrir, að útvegsmenn geti notið samtaka sinna. Ég veit ekki betur en þeir menn, sem styðja þann flokk, sem þessi hv. þm. er fulltrúi fyrir, hafi haft það fyrir aðaltekjugrein að féfletta útvegsmennina í gegnum verzlun og viðskipti. Þetta frv. hefir ekki tekið þeim breyt. í Nd., að þær gefi tilefni til gífuryrða hv. þm. Það eina, sem gert hefir verið, er að takmarka skylduna til þess að láta félögin hafa innflutningsleyfi. Og 10. gr., eins og hún er í frv., er svo óhaganleg, að hún verður ekki til annars en spilla fyrir því, að útgerðarfyrirtækin geti fengið lán.