12.05.1938
Efri deild: 77. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1430 í B-deild Alþingistíðinda. (2110)

137. mál, hitaveita í Reykjavík

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Þar sem fyrir liggur yfirlýsing frá bæjarstjórn Rvíkur og í umr. hafa komið fram frá mörgum þm. flokksins, að þeir hafi það álit á Reykjavíkurbæ og fjárhag bæjarfélagsins, að það sé svo miklu aumara en á Ísafirði, Hafnarfirði og Akureyri, að þeir geti ekki sætt sig við ábyrgð fyrir sömu prósenttölu og þessi bæjarfélög hafa orðið að gera, heldur verða að fá meira, þá segi ég já. gr. samþ. með 13 shlj. atkv.