25.03.1938
Neðri deild: 34. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1433 í B-deild Alþingistíðinda. (2120)

Afgreiðsla þingmála

Bjarni Ásgeirsson:

Herra forseti! Ég vil vekja athygli á því, að mjög fáir þm. eru mættir, og valda því ýmsar annir, m. a. eru margir þm. á landsbankanefndarfundi. Ég vildi beina því til hæstv. forseta, hvort hann sæi sér ekki fært að slíta þessum fundi nú, til þess að þm. gætu haldið áfram með þau störf, sem þeir þurfa að koma fram utan þingfunda. Enda er auðséð, að afgreiðsla mála verður ekki í neinu lagi með þessari fundarsókn.