05.04.1938
Neðri deild: 41. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1433 í B-deild Alþingistíðinda. (2123)

Afgreiðsla þingmála

Bjarni Ásgeirsson:

Ég vil geta þess, að eftir þetta mál kom til landbn. kom fram um það krafa í n., að frv. yrði sent til umsagnar þeirrar n., sem skipuð hefir verið af stj. til að rannsaka þetta mál. Frv. var síðan sent til þessarar n. til umsagnar. Hefi ég hvað eftir annað komið að máli við form. þessara n. og beðið hann að greiða fyrir afgreiðslu málsins. Hefir hann haft um það góð orð, en umsögn er ekki komin enn. Ég geri ráð fyrir, að ef álit verður ekki komið í dag eða á morgun, þá fari ég að taka málið fyrir í landbn.