05.04.1938
Neðri deild: 41. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1434 í B-deild Alþingistíðinda. (2124)

Afgreiðsla þingmála

Pétur Ottesen:

Ég vil beina máli mínu til samgmn. Snemma á þessu þingi flutti ég frv. um breyt. á vegalögunum. Málið er enn í samgmn., og vildi ég mjög mælast til, að hún færi að skila sínu áliti um málið.

Einnig vil ég beina máli mínu til sjútvn. út af máli, sem ég að vísu er ekki flm. að, en tel mikilsvert, að nái fram að ganga. Þetta mál er frv. til l. um atvinnu við siglingar á ísl. skipum. Ég vildi nú skjóta því til n., hvort ekki mætti vænta þess. að hún færi að skila áliti um þetta mál.