05.04.1938
Neðri deild: 41. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1435 í B-deild Alþingistíðinda. (2129)

Afgreiðsla þingmála

Atvmrh. (Skúli Guðmundsson):

Út af ræðu hv. 6. þm. Reykv. að því er snertir frv. til l. um breyt. á skattalögunum, þá vil ég upplýsa það, af því ég hefi verið form. í þeirri n., sem fékk þetta frv. til meðferðar, að drátturinn, sem orðið hefir á afgreiðslu þessa máls, stafar af því. að einn nm., hv. þm. G. K., sem er fulltrúi Sjálfstfl. í fjhn., hefir ekki getað mætt á 2 síðustu fundum, og hann hefir óskað eftir því, að afgreiðslu þessa máls yrði frestað þangað til honum gæfist kostur á að mæta á fundi n.