05.04.1938
Neðri deild: 41. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1435 í B-deild Alþingistíðinda. (2130)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (JörB):

Mér hefir nú heyrzt á svörum sumra n., að þær mundu sumpart vera að vinna að þeim málum, sem lýst hefir verið eftir, eða þá að þær muni taka þau fyrir mjög bráðlega. En viðvíkjandi öðrum málum, sem ekkert hefir verið tekið fram um, þá vil ég beina því mjög til n. að skila áliti um málin, því að þó að þannig kunni að vera ástatt um mál, sem fer til n.. að n. öll vilji ekki mæla með því, þá er eigi að síður rétt, að það komi til d. aftur eins fljóti og tími vinnst til að afgr. málin, og að d. taki svo sína afstöðu. Það er rétt tilhögun, en ekki sú, að svæfa málin í n.