29.04.1938
Neðri deild: 57. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1448 í B-deild Alþingistíðinda. (2152)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Jón Pálmason:

Mér þykir ástæða til þess að gera fyrirspurn til hæstv. ríkisstj. — Eins og kunnugt er, hefir sú eindæma atburður komið fyrir fyrir nokkrum dögum, að siglingaflotinn er stöðvaður af þeim mönnum, sem eru næst-hæstlaunaðir á flotanum, og lítur ekki út fyrir, að það sé neitt í vændum, að þetta breytist.

Nú vildi ég leyfa mér að spyrja hæstv. stj., hvort það sé virkilega meiningin að láta þetta viðgangast. En þess að gera nokkrar ráðstafnir nú þegar. Við vitum, að það er svo meðal nágrannaþjóða okkar. að það er lagt kapp á um þessar mundir að auka aðflutninga, og það skiptir sannarlega ekki litlu fyrir okkur, að það sé ekki stöðvaður útflutningur á þeim afurðum, sem við þurfum að flytja frá landinu. Þess vegna sýnist það furðulegt, að nokkur dagur sé látinn svo líða, að hæstv. ríkisstj. taki þetta mál ekki föstum tökum, svo að úr því geti orðið greitt.

Annars er það furðulegt fyrirbrigði, sem sýnir, hvernig ástandið er í okkar landi, að hálaunaðir menn skuli ganga frá verki sínu fyrirvaralaust og stöðva siglingaskipin, og að það skuli vera liðsmenn hæstv. ríkisstj., sem beita sér fyrir því að verja slíkt framferði. ef ekki að koma því á.