29.04.1938
Neðri deild: 57. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1448 í B-deild Alþingistíðinda. (2153)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég er raunar dálítið undrandi yfir þessari fyrirspurn. Það hefir oft komið fyrir, að vinnustöðvun hafi orðið í nokkra daga án þess að hv. alþm. hafi séð ástæðu til að rísa úr sætum sínum til þess að lýsa undrun sinni yfir því, að það sé látið viðgangast af hálfu ríkisstj. Ríkisstj. hefir ekki þetta mál með höndum. a. m. k. ekki enn sem komið er, og eftir því sem ég bezt veit, hefir sáttasemjari ekki enn gert miðlunartill. í málinu, en ég hygg. að hann hafi undirbúið sig með að gera miðlunartill., og kemur ekki til mála á þessu stigi málsins, að ríkisstj. láti það ekki fara sína eðlilegu leið að þessu leyti. Annars hygg ég, að aðrir hæstv. ráðh. séu kunnugri þessu máli en ég.