29.04.1938
Neðri deild: 57. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1449 í B-deild Alþingistíðinda. (2154)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Jón Pálmason:

Það er að vísu slæmt, að þeir hæstv. ráðh., sem þetta mál heyrir sérstaklega undir, skuli ekki vera viðstaddir, en það er helzt að skilja á hæstv. fjmrh., að það sé ætlunin að láta þetta mál danka svona áfram. eins og um sérstaklega lítilfjörlega kaupdeilu sé að ræða með venjulegum hætti. Ég verð að segja það, að mér virðist hér vera um meira að tefla en þú að gerð sé kaupdeila í einhverju kauptúni eða sjávarplássi, þegar svo er ástatt, að siglingaflotinn er stöðvaður fyrirvaralaust. Mér þykir það undrun sæta, ef hæstv. ríkisstj. finnst ekki ástæða til að gera ráðstafanir til þess að koma leiðréttingu þegar á þetta mál.

Ég gerði þessu fyrirspurn til þess að fá að vita, hvort það væri ætlunin að láta þetta haldast svona áfram og láta það skeika að sköpuðu, hvort sættir komust á í málinu eða ekki.