21.02.1938
Sameinað þing: 3. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1450 í B-deild Alþingistíðinda. (2158)

Rannsókn kjörbréfs

forseti (JakM):

mér hefir borizt bréf frá hæstv. forseta Ed., dagsett 19. febr., á þessa leið:

„Jón Baldvinsson, 9. landsk. þm., hefir í dag ritað mér á þessa leið:

„Með því að ég sé fram á, að ég muni ekki á næsta hálfa mánuði geta sótt þingfundi sakir sjúkleika, óska ég þess, með skírskotun til 144. gr. laga nr. 18 1934, um kosningar til Alþingis, að varamaður taki sæti mitt á Alþingi í fjarveru minni“.

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér boðið sem skjótast til fundar í sameinuðu þingi til þess að rannsaka og bera upp til samþykktar kjörbréf varamanns“.

Varamaður hv. 9. landsk. mun vera mættur hér á fundinum. og hefir hann lagt fram kjörbréf sitt, og hefir það verið afhent kjörbréfanefnd. vænti ég. að hún skýri frá athugun sinni á því.