31.03.1938
Sameinað þing: 12. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1465 í B-deild Alþingistíðinda. (2189)

Ráðherraskipti

*Haraldur Guðmundsson:

Mér hefir skilizt. að hv. þm. G.-K. sé að spyrja hæstv. forsrh. að því, hvort hann sé við því búinn að gera ráðstöfun til þess að setja sjómenn nauðuga út á togarana, ef til skyldi þurfa að koma í byrjun síldveiða. og að hann telji það ákaflega mikla óvarfærni af hæstv. forsrh. að hafa tekið á móti hlutleysi því, sem Alþfl. ákvað að veita fyrst um sinn, án þess að hafa tryggingar fyrir, hvernig hann snerist við þessum málum. Ég hirði ekki um að blanda mér í umr. hæstv. forsrh. og hv. þm. G.-K. um þessi atriði. En að því er Alþfl. snertir skal ég segja það eitt, að það verður sjálfsagt tíminn að leiða í ljós, hve lengi það hlutleysi, sem hann lýsti yfir, varir; og það fer að sjálfsögðu eftir því, hvað gerist á þeim tíma. Fyllra svar get ég ekki gefið hv. þm. Annars skildist mér hann tala um báskaleg lögbrot og þau gætu valdið stjórnarskiptum. Mætti þá kannske nefna æðimörg brot, sem eru tíðari, t. d. á áfengislögunum og öðrum lögum, án þess að þau valdi stjórnarskiptum, enda eru ákvæði í lögum um gerðardóm þannig, að það er hvergi lagt hann við, það ég sé. vinnustöðvun, verkföllum eða verkbanni í lögunum sjálfum, eins og ég veit, að hv. þm. G.-K. hefir athugað.

Hv. 3. þm. Reykv. spyr að því, hvort engir málefnasamningar hefðu orðið á milli þess flokks sem ég talaði fyrir, og Framsfl. Honum er kunnugt, að ég tala fyrir Alþfl. Ég get svarað hv. þm. því, að afgreiðsla mála hér á þingi mun leiða í ljós það samkomulag. sem er og fæst milli flokkanna um þessi efni. En einmitt það, að hlutleysið er ótímabundið, sýnir, að fullnaðar samningar flokkanna um þessi mál eru ekki fyrir hendi á þessu stigi málsins. En hinsvegar mun það sýna sig við afgreiðslu einstakra mála, hvað flokkarnir verða samferða. Um afgreiðslu vinnulöggjafarinnar er of snemmt að ræða. Eins og hæstv. forsrh. segir, mun sýna sig í meðferð málsins, hvernig sú afgreiðsla verður, sem flokkarnir geta komið sér saman um. Þar sem hv. þm. sagði. að komið hafi mótmæli frá meiri hluta verkalýðsfélaganna gegn frv. mþn. um stéttafélög og vinnudeilur, þá upplýsist það, að þetta er ekki rétt. Það eru verulega miklu fleiri félög, sem mælt hafa með því að afgr. löggjöf um þetta á þeim grundvelli, sem lagður er í frv. mþn., heldur en þau, sem hafa mótmælt. Hversu atkvæðatölur standa, þori ég ekki að fullyrða; það mun liggja fyrir til umr., þegar málið kemur í þingið.