31.03.1938
Sameinað þing: 12. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1467 í B-deild Alþingistíðinda. (2192)

Ráðherraskipti

Haraldur Guðmundsson:

Ég skal ekki blanda mér inn í viðræður hæstv. forsrh. og hv. þm. G.-K. né gera að umræðuefni síðustu yfirlýsingu hans. En út af ummælum hv. 3. þm. Reykv. um það, að mjög óheppilegt væri fyrir Alþfl. að gera fullnaðarsamning við Framsfl. nú þegar. þá vildi ég fyrst mega segja honum það, að það hvílir á öðrum en honum að meta, hvað heppilegt er fyrir Alþfl. Í öðru lagi vildi ég benda honum á, að fyrir liggur yfirlýsing frá hæstv. forsrh. um það, að stefna stjórnarinnar sé óbreytt. þ. e. a. s. óbreytt frá því, sem hún var meðan hv. 3. þm. Reykv. studdi stjórnina. Ennfremur er þetta yfirlýst af mér f. h. Alþfl., að hlutleysi flokksins væri ótímabundið og færi því eftir málefnum, bæði lagasetningum og einstökum stjórnarframkvæmdum. Þar með vona ég. að ég hafi tekið þennan kvíða frá hv. þm., sem vill nú þjá hann svo mjög.