31.03.1938
Sameinað þing: 12. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1468 í B-deild Alþingistíðinda. (2193)

Ráðherraskipti

*Héðinn Valdimarsson:

Já, það kann að vera, að það hvíli á öðrum en mér að meta, hvað heppilegast sé fyrir Alþfl. En þá hvílir það á öðrum en hv. þm. Seyðf. og þeim, sem telja sig fulltrúa hans, því þeir hafa, eins og kunnugt er. fengið vantraust frá flestum stærstu verklýðsfélögunum í landinu, og mega þá uppbótarþingmennirnir fara að telja saman atkvæði sin. (ÓTh: Þýðir þetta þá, að hv. þm. vilji stofna til nýrra kosninga?). En viðvíkjandi því, sem hann sagði, að óbreytt væri stefna ríkisstj., þá höfum við ekkert séð af því annað en þessar síðustu framkvæmdir. Því ríkisstj. vildi í sjómannadeilunni ekkert nema gerðardóm. Þá get ég ekki litið svo á, að stefnan sé óbreytt. Ef haldið verður áfram þeirri stefnu, þó sé ég ekki, að það verði glæsilegar horfur fyrir þá. sem Alþfl. hafa fylgt. Því ég verð að halda fast við það, að það myndaði strax allt aðra aðstöðu meðal kjósenda í landinu, ef ríkisstj. gæti gefið ákveðnari yfirlýsingu viðvíkjandi sinni stefnu framvegis heldur en hér hefir heyrzt frá stóli hæstv. forsrh.