02.04.1938
Sameinað þing: 14. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1468 í B-deild Alþingistíðinda. (2195)

Ráðherraskipti

forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég vil tilkynna hæstv. Alþ., að mér hefir nú í dag borizt símskeyti frá Hans Hátign konunginum, þar sem mér er skýrt frá því, að konungurinn hafi í dag fallizt á þá tillögu mína, sem ég áður hefi tilkynnt hér á hæstv. Alþ., að Skúli Guðmundsson taki sæti í ríkisstjórninni sem atvmrh. Þessi tillaga hefir verið staðfest í dag, og Skúli Guðmundsson hefir tekið sæti í ríkisstj. sem atvmrh. En verkaskipting í ríkisstj. verður nánar tilkynnt síðar, eftir að úrskurður hefir verið gefinn út um það efni.