12.05.1938
Sameinað þing: 31. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1470 í B-deild Alþingistíðinda. (2204)

Dansk-íslenzk ráðgjafarnefnd

Forseti (HG):

Í þessu sambandi vil ég tilkynna hv. alþm., að Magnús Jónsson alþm. hefir ritað forseta og tilkynnt, að Ólafur Thors alþm. óski að láta af störfum í n., og einnig hefir forseti móttekið bréf frá Ólafi Thors, sama efnis. Ber því að kjósa mann í hans stað og í stað Jóns heitins Baldvinssonar. Vildi ég mega vænta að hv. þm. geti fallizt á, að þeir flokkar, sem misst hafa menn í n., fái að tilnefna menn í þeirra stað. Af hálfu Alþfl. hefir verið stungið upp á Stefáni Jóh. Stefánssyni hæstaréttarmflm. og af hálfu Sjálfstfl. hefir verið tilnefndur Gísli Sveinsson alþm.

Þar sem ekki komu fram fleiri uppástungur, lýsti forseti yfir, að rétt væru kjörnir til að taka sæti í nefndinni:

Stefán Jóh. Stefánsson hrmflm.,

Gísli Sveinsson alþm.