03.03.1938
Neðri deild: 13. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 2 í C-deild Alþingistíðinda. (2226)

37. mál, dragnótaveiði í landhelgi

*Flm. (Gísli Guðmundsson):

Ég vil taka undir það, sem hv. þm. Borgf. sagði, að okkar lið hér á þingi, sem höfum á réttu að standa í dragnótamálunum, á eftir að aukast frá því í fyrra, og sá rétti málstaður mun áður en langt um liður sigra í þessu máli, þegar menn eru búnir að sjá, hvaða áhrif það hefir að opna landhelgina eins og gert var með breyt. í fyrra.

Hinsvegar verð ég að segja, eins og ég tók fram: fyrri ræðu minni, að þótt ég búist við, að þessi breyt. hljóti að verða, þá er ég dauftrúaður á, að reynslan frá síðasta ári hafi nægilega sannfært þá. sem afvegaleiddir voru í málinu, um það, sem á að gera, en hinsvegar mun ekki verða langt þangað til.

Hv. þm. Borgf. minntist á, að rétt væri, að það sama gilti fyrir allt landið um stærð á skipunum. Ég skal taka fram, að ef brtt. kemur í þessa átt, þá geri ég ráð fyrir, að ég fylgi henni. En ég vænti, að þeir, sem slíka till. kynnu að bera fram, athugi þá um leið að stofna ekki málinu í heild í hættu.