21.03.1938
Neðri deild: 30. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 3 í C-deild Alþingistíðinda. (2229)

37. mál, dragnótaveiði í landhelgi

*Pétur Ottesen:

Ég hefði búizt við því, að hv. n., eða a. m. k. nokkur hluti hennar, myndi, fyrst farið var að hreyfa breyt. á þessu máli, ganga nokkru lengra í þá átt en gert er í þessu frv. að verða við þeim tilmælum, er ég hreyfði hér við 1. umr., að láta ákvæðin um stærð þeirra skipa, sem veiða megi með dragnót í landhelgi, ná jafnt til allrar landhelginnar umhverfis strendur landsins. En það hefir orðið ofan á hjá hv. n. að láta frv. ganga fram óbreytt. Ég ætla því að bera hér fram skrifl. brtt., sem felur í sér, að sömu ákvæðin um leyfða skipastærð verði látin gilda fyrir alla landhelgina, og geri ég þetta með því að leggja til, að 2. málsl. 1. gr. l. orðist svo:

„Þó skulu dragnótaveiðar á skipum, sem eru að stærð 35 smálestir brúttó eða meira, bannaðar allt árið“.

Þar með er þetta spor, sem með frv. er aðeins stigið til hálfs, látið gilda um alla landhelgina. Ég er þess fullviss, að hv. dm., sem geta á annað borð fallizt á að gera breyt. í þessa átt, telji ekki einasta rétt, heldur og sjáifsagt að hafa þetta svona. Ég er þess fullviss, að hv. flm. muni geta fallizt á þetta og hljóti að viðurkenna sömu þörf fyrir friðun við Suður- og Vesturland sem við Norður- og Austurland.