21.03.1938
Neðri deild: 30. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 3 í C-deild Alþingistíðinda. (2231)

37. mál, dragnótaveiði í landhelgi

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég held, að varhugavert sé að samþ. frv. á þskj. 40, og enn varhugaverðara þó að samþ. brtt. hv. þm. Borgf. Á þeim erfiðleikaárum, sem næstliðin eru, hefir ýmsum bátum orðið mikill styrkur að dragnótaveiðunum. Í sambandi við þær hafa verið reist hraðfrystihús á ýmsum stöðum, t. d. á Siglufirði, Eyjafirði, Seyðisfirði og Norðfirði, og í ráði er að styrkja frystihúsbyggingar víðar. Afkoma þessarar veiði byggist á því, að frystihús séu til, og afkoma frystihúsanna byggist hinsvegar á því, að nógir bátar séu fyrir hendi til veið anna. Með því að útiloka frá þessum veiðum alla báta stærri en 33 smálestir, væri mjög þröngvað kosti þessara frystihúsa. Breyting sú á l. um dragnótaveiðar, sem gerð hefir verið, var ætluð til þess að styrkja báta, sem minni eru en 35 smálestir og standa lakast að vígi við síldveiðar. Tel ég það hafa verið rétt sé binda stærðartakmörkunina við síldveiðitímann, en hinn tíma ársins tel ég sjálfsagt, að ákvæði eldri f. gildi. Ég er því mótfallinn frv. í heild, og þó sérstaklega brtt. hv. þm. Borgf.