25.03.1938
Neðri deild: 34. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í C-deild Alþingistíðinda. (2247)

6. mál, tekjuskattur og eignarskattur

*Sigurður Kristjánsson:

Ég bar fram í þingbyrjun litið frv. til breytinga á l. um tekju- og eignarskatt. Því var vísað til fjhn., en síðan hefir ekkert til þess spurzt. Nú vil ég biðja hæstv. forseta að ganga eftir því, að n. geri einhver skil á þessu máli. Þetta er annað þingið, sem frv. fer til fjhn., og mér þykir hún vera ákaflega treg til þess að gera eitthvað í málinu. Ef þarf að hjálpa skilningi hennar, þá get ég gert það, en ef þarf að hjálpa dugnaði hennar, þá vil ég biðja hæstv. forseta að gera það.