12.04.1938
Neðri deild: 47. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í C-deild Alþingistíðinda. (2255)

6. mál, tekjuskattur og eignarskattur

*Sigurður Kristjánsson:

Hinn 1 7. febr. var útbýtt hér í deildinni litlu frv. frá mér, um breyt. á tekjuskattslögunum. Hæstv. forseti hefir tvisvar sinnum áminnt hv. fjhn. um að gera skil þessu máli. en hún hefir ekki sýnt neinn lit á því enn. Nú hefi ég ástæðu til þess að ætla, að frv. þetta hafi það fylgi hér í þinginu, að það nái fram að ganga, ef það á annað borð kæmi undir atkv. Það er vitanlega alveg óhæfilegt, að ein n. í þinginu taki sér það einræðisvald að stöðva framgang mála. Ég vil því spyrja hæstv. forseta, hvort hann treysti sér ekki til þess að taka málið á dagskrá, enda þótt ekkert nál. sé komið frá fjhn.