29.04.1938
Efri deild: 57. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 319 í B-deild Alþingistíðinda. (229)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Fjhn. hefir haft málið til athugunar og hefir sama að segja um það og önnur slík framlengingarlög, að hún sér ekki, að hjá því verði komizt að framlengja þennan svokallaða bandorm. Þar gildir eitt og sama um þessar ráðstafanir og aðrar, er snerta sérstaka tekjustofna ríkissjóðs. Eins og sjá má á þskj. 353, mælir n. einróma með því, að frv. verði samþ.