24.02.1938
Neðri deild: 7. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í C-deild Alþingistíðinda. (2324)

13. mál, vegalagabreyting

*Flm. (Pétur Ottesen):

Mér þykir ekki ástæða á þessu stigi málsins að gera annað en að vísa til þeirrar grg., sem fylgir þessu frv., því að þar er að finna ástæðuna, sem liggur til grundvallar því, að farið er fram á, að sú breyt. á vegalögunum, sem þar um ræðir, verði gerð.

Ég vil gera það að till. minni, að frv. verði vísað til hv. samgmn. að þessari umr. lokinni.