26.02.1938
Neðri deild: 9. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í C-deild Alþingistíðinda. (2338)

16. mál, vinnudeilur

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Það er ekki ætlun mín að fara að ræða það frv., sem ekki liggur hér fyrir, till. mþn., en út af þeim ummælum, sem hér hafa komið fram, að skyndiverkföll væru bönnuð í því frv., vil ég aðeins benda á það, að sá 7 daga frestur, sem tiltekinn er í því frv., gildir aðeins í þeim tilfellum, þar sem um er að ræða ágreining um kaup og kjör. Önnur verkföll er hægt að setja á fyrirvaralaust. Og í þeim tilfellum, þegar um er að ræða öryggi á vinnustöðum eða vangreiðslu á kaupi, þá er nauðsynlegt að geta gripið til skyndiverkfalls, og það er hægt eftir till. mþn.

Út af því, sem hv. þm. A.-Húnv. var að tala um, að þetta frv. hefði átt að sendast kaupfélögunum úti um land, þá get ég sagt það, að ég hefi ekkert á móti því, en þar sem engin tilmæli lágu fyrir um það, sá ég enga ástæðu til, að það yrði gert. — Frv. hefir verið sent Vinnuveitendafélagi Íslands, en ekki Sambandi. íslenzkra samvinnufélaga, en úr því skal verða bætt hið bráðasta.