28.02.1938
Neðri deild: 10. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í C-deild Alþingistíðinda. (2350)

27. mál, hæstiréttur

Flm. (Bjarni Ásgeirsson):

Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þetta mál. Það hefir legið fyrir undanförnum þingum og er því hv. þm. kunnugt. Aðalbreyt. er sú, að gefa 2. einkunnar lögfræðingum rétt til að flytja mál fyrir hæstarétti. Ég óska, að frv. verði vísað til allshn., að þessari umr. lokinni.