11.03.1938
Neðri deild: 19. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í C-deild Alþingistíðinda. (2438)

53. mál, jarðhiti

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég get ekki neitað því, að ég er undrandi á því, að frv. þetta skuli vera flutt nú, og ekki sízt á grg. þess. Skv. þál., sem getið er nm í grg., var á síðasta þingi skipuð þriggja manna n. til þess að gera till. til ríkisstj. um rannsóknir á jarðhitasvæðum og semja um eignar- og notkunarrétt jarðhita. Í n. voru skipaðir Geir Zoëga vegamálastjóri, Emil Jónsson vitamálastjóri og Pálmi Hannesson rektor. Ég átti tal við einhvern þeirra nú í þingbyrjun, og sagði hann mér, að n. væri að athuga frv. um þetta efni. Ég vil mælast til þess við þá n., sem fær þetta frv. til meðferðar, að hún athugi hvað liði störfum þriggja manna n. áður en hún afgreiðir málið.