21.03.1938
Neðri deild: 30. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 180 í C-deild Alþingistíðinda. (2448)

71. mál, lóðarnot í Reykjavík

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Ég held, að afstaða hv. þm. Snæf. og hv. 2. þm. Reykv. sé byggð á misskilningi á þessu máli. En það, sem hér er um að ræða, er ákaflega einfalt mál. Hér er um að ræða að minnka eldhættuna, en ekki auka hana. Í staðinn fyrir timburhús, sem nú stendur þarna, á að byggja steinhúðað hús, en það þýðir vitanlega það, að eldhættan minnkar. Annars held ég, að hv. þm. Snæf. ætti ekki að vera að gerast hér sérstakur málsvari byggingarnefndar, því að ég man ekki betur en að hann hafi verið fremstur í flokki þeirra manna, sem töldu, að það þyrfti að breyta fyrirkomulagi byggingarnefndar. — Ég skal svo ekki fleira um þetta segja, en vil aðeins undirstrika það, að það er misskilningur, að hér sé verið að auka eldhættuna, heldur er það hið gagnstæða.