28.03.1938
Neðri deild: 35. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 184 í C-deild Alþingistíðinda. (2461)

71. mál, lóðarnot í Reykjavík

Vilmundur Jónsson:

Ég held, að afstaða hv. síðasta ræðumanns til málsins sé á nokkrum misskilningi byggð. Að byggingarn. neituði um leyfið kom ekki til af því, að öllum nm. kæmi saman um, að ótækt væri að byggja húsið á þessum stað, heldur af hinu. að ákvæði byggingarsamþykktarinnar eru því andstæð. Það var því nauðsynlegt að flytja málið á þingi. Málið hefir hér verið skakla sett fram. Í bæjarstj. og byggingarn. er enginn ágreiningur um skilning á bókstaf byggingarsamþykktarinnar, svo að það er þýðingarlaust að leita til byggingarn. á ný um leyfið. Ýmsir í byggingarn. hefðu kosið, að hægt væri að heimila þetta, þar sem húsið á að koma í stað annars þess, sem mjög er ósjálegt og miklu meiri eldhætta stafar af. Það væri ekki til annars en að tefja málið, ef enn væri leitað til byggingarn., því að hún getur ekki annað ákveðið en hún hefir þegar gert.