28.03.1938
Neðri deild: 35. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 214 í C-deild Alþingistíðinda. (2538)

77. mál, ríkisborgararéttur

*Flm. (Jón Pálmason):

Það eru örfá orð. Það er útúrsnúningur hjá hv. þm., að þetta frv. miði beinlínis að því að bæta aðstöðuna til innflutnings útlendinga hér, því að það er auðséð, að þegar þessir menn eru búnir að vera hér starfandi í 5 ár eða lengur, þá er álitin nauðsyn fyrir þá í því starfi, sem þeir hafa með höndum. Þess vegna er það tvennt ólíkt að þrengja takmörkin fyrir því, að útlendingar fái hér landsvist, eða að halda þeim sem réttlausum mönnum, ef nauðsynlegt er, að þeir séu hér á landi.

Hv. þm. hefir ekki komið með nein frambærileg rök fyrir því, að rétt sé að gera hér upp á milli ríkisstofnana og bæjar- og sýslufélaga, en það eitt er um að ræða í sambandi við þetta frv.