11.04.1938
Neðri deild: 46. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 240 í C-deild Alþingistíðinda. (2567)

97. mál, fiskimálanefnd

*Emil Jónsson:

Það er rétt, sem hv. flm. sagði, að mál þetta er ofureinfalt og þarf ekki um það að fara mörgum orðum, en míg langar til þess að minnast á eitt atriði. Mér virtist skína í það hjá hv. flm., að fullreynt væri um, að ekki yrðu mynduð þau félög til togarakaupa, sem gert er ráð fyrir í l. um fiskimálan. Endurnýjun togaraflotans er út af fyrir sig svo mikið mál, að ég ætla ekki að fara að ræða það sérstaklega, enda veit ég, að hv. flm. og öðrum þm. er ljós sú höfuðnauðsyn, sem það er, að hann verði endurnýjaður í náinni framtíð. Það eru liðin ein 7 eða 3 ár síðan nýir. togarar komu til landsins, og meðalaldur togaranna er kominn upp undir 20 ár og þeir farnir að ganga mjög úr sér og versna með hverju ári, sem líður. Jafnframt því eykst þörfin á að veita þessu máli mikla athygli. Það eina, sem ég hefi við þetta frv. að athuga, er það, er ég nú vil benda þeim hv. nm. á, er fá málið til meðferðar. Það er, að engar þær ráðstafanir verði gerðar, er fyrirbyggja, að fiskimálan. takist að uppfylla það hlutverk sitt, að styðja að endurnýjun togaraflotans að einhverju leyti, sem sé að útiloka ekki þau félög, sem stofnuð kunna að verða í framtíðinni, frá því að njóta þessa styrks. Ég veit ekki, hversu mikil viðleitni hefir verið sýnd, eða hvort hún hefir verið nokkur, af hálfu hins opinbera til að safna saman sjómönnum og öðrum þeim, sem áhuga hafa fyrir því að mynda togarafélög með stuðningi fiskimálasjóðs. En um það þyrfti einhver maður að hafa forystu. Einnig horfir dálítið öðruvísi við nú en áður um að styðja mótorbátaútgerð, ef frv. það um fiskveiðasjóð, sem nú liggur fyrir þinginn, verður samþ.

Fyrir undanförnum þingum hafa legið ýms frv. um breyt. á fiskveiðasjóði, sem hafa verið flutt sitt. af hverjum flokki og ekki náðst samkomulag um neitt þeirra. Frv., sem nú liggur fyrir, kom fram frá sjútvn. Ed., og virðist hún standa einhuga að því, og er það mjög í sömu átt og sum af þeim frv., er áður hafa verið flutt. Er þar gert ráð fyrir, að lána megi út á vélbáta allt að 7/10 af verði þeirra. Ef þetta verður að 1., er ólíkt hægara fyrir menn en áður að afla sér þessara tækja, og því síður ástæða til að veita beinan styrk til þess.

Ég álít mjög nauðsynlegt að ýtt sé undir aukningu vélbátaflotans, og ég skal sízt leggja stein í götu þeirrar viðleitni, sem að því stuðlar, en ég vil vekja athygli hv. nm. á, að endurnýjun togaraflotans má ekki heldur hindra á neinn hátt. Ef þetta ákvæði frv. væri sett inn í l. um fiskimálan. og fé hennar yrði eytt alveg til þessa fyrstu árin, þá myndi það hindra endurnýjun togaraflotans, því þótt þetta sé allveruleg fjárhæð, þá nægir hún ekki til stórframkvæmda, sé henni skipt.