25.04.1938
Neðri deild: 53. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 251 í C-deild Alþingistíðinda. (2593)

110. mál, áfengislög

*Flm. (Pétur Ottesen):

Mér þykir ekki ástæða til að fara mörgum orðum um þetta frv., af því ég hefi leitazt við í þeirri grg., sem fylgir frv., að bregða upp dálítilli mynd af ástandinu, sem nú blasir við í þessu landi í þessu efni. Og þótt bæta megi ýmsu við til að benda á fleiri skuggablikur í útlitinu, því ætla ég, að það, sem hér er dregið fram á sjónarsviðið, sé alveg nægilegt til þess að menn vilji athuga um gang þessara mála og ljá því lið að reisa þar nokkrar skorður við, eftir því sem föng væru á. Það eru nokkur atriði í áfengislögunum, sem hér er lagt til að gera breyt. á, sem ætti að verða nokkur vörn og stuðningur í baráttunni við þann mikla vágest, sem við nú búum við með ofnautn víns í landinu. En eins og ég tók fram, ætla ég ekki að lýsa því böli, sem fylgir áfenginu, og nægilegt á þessu stigi málsins að vitna til þess, sem í grg. felst.

Ég vil svo vænta þess, að málinu verði, að lokinni umr., vísað til allshn. Ég treysti henni til að sjá mikilvægi þessa máls og greiða því götu eftir beztu föngum.