09.04.1938
Sameinað þing: 18. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í B-deild Alþingistíðinda. (26)

1. mál, fjárlög 1939

*Frsm. (Bjarni Bjarnason):

Fjvn. hefir nú skilað brtt. sínum og nál., og mun þessu verða útbýtt hér, áður en þingfundir verður slitið. N. hefur ekki lokið öllu, sem nú þarf að leysa af hendi, og mun hún koma með fleiri brtt. fyrir 3. umr.

N. gerði sér far um að afgreiða sem flesta till., sem snerta einstök kjördæmi og einstaka þm., til þess að betri tími væri fyrir þá að athuga þetta og koma með sínar brtt. Það, sem eftir er, er meira almenns efnis og svo mörg erindi um persónulega styrki.

Ég vil aðeins geta þess að lokum, að það, sem sagt er hér í nál. um tekjubálkinn, er nokkuð á annan veg en ég hefði viljað, og mun ég leiðrétta það, þegar ég mæli fyrir brtt. n. — Ég óska svo eftir, að frv, verði vísað til 2. umr.