28.04.1938
Neðri deild: 56. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í C-deild Alþingistíðinda. (2614)

120. mál, útvarpsráð

Frsm. (Vilmundur Jónsson):

Þetta frv. er flutt fyrir tilmæli hæstv. forseta og varaforseta Sþ., og hefir allshn. orðið við því án ágreinings. Að vísu var einn nm. ekki á fundi, þegar frv. var afgr., hv. þm. N.-Þ. Forsetarnir hafa gert grein fyrir tilefni þessa frv. í grg., og er það í stuttu máli það, að í l. um útvarp, eins og þau eru nú, eru ákvæði, sem ekki er hægt að framkvæma eins og þau hljóða. Kjörtímabil þingkjörinna meðlima útvarpsráðs er útrunnið 22. marz næstk. og ekki gert ráð fyrir kosningu þeirra fyrr en á Alþ. næsta ár, og ekki má heldur kjósa þá menn fyrr, sem kosnir eru af útvarpsnotendum. Nú á útvarpsráð að taka til starfa strax og það er kjörið. Ef dregið er að kjósa hina þingkjörnu meðlimi útvarpsráðs þar til á næsta A1þ., 15. febr., þá er of skammur frestur til undirbúnings frá þeim tíma til 22. marz, þegar kjósa á þá meðlimi ráðsins, sem útvarpsnotendur kjósa. N. sá ekkert við þetta að athuga og áleit, að þessi lagfæring næði að öllu leyti tilgangi sínum. Vill hún því mæla með því, að frv. verði samþ.