28.04.1938
Neðri deild: 56. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í C-deild Alþingistíðinda. (2626)

120. mál, útvarpsráð

Gísli Sveinsson:

Ég skal ekki lengja umr., en ég vil benda hv. þm. Barð. á það, að þessi regla, sem hann falaði um, er alls ekki til. Og þó hún væri til, er hún algerlega ófær. Það væri ófær regla, að mál, sem flutt er á Alþ., þó af n. sé, skuli ekki mega fá betri athugun.

Það er sjálfsagt, ef allshn. vill ekki taka að sér þetta mál til rækilegrar athugunar, að þá verði því vísað til menntmn., sem er fús til að taka það til athugunar.