30.04.1938
Neðri deild: 58. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í C-deild Alþingistíðinda. (2630)

120. mál, útvarpsráð

Pálmi Hannesson:

Herra forseti! Eins og ég gat um við 1. umr. þessa máls, þá ber ég hér fram brtt. við frv. á þskj. 389. Þessar brtt. fela í sér í fyrsta lagi, að útvarpsráðsmönnum sé fækkað úr 7 niður í 3. Ástæðan fyrir þessari brtt. er sú, að það mun vera reynsla í flestum nefndum, að starfið gangi greiðlegar, ef tala nefndarmanna er ekki næsta há, og 5 manna n. að öðru jöfnu starfl greiðlegar en 7 manna. Þær breyt. hafa orðið á síðustu árum á störfum útvarpsins, að fengnir hafa verið menn til aðstoðar um hljómlist annarsvegar og hinsvegar um val á leikritum, upplestri og nokkru öðru föluðu máli, sem flutt er í útvarpið. En þrátt fyrir þetta hefir starf útvarpsráðs, sem nú situr og hefir setið síðan árið 1935, verið talsvert meira en það var áður en fjölgað var nm. úr 5 í 7. Það var tekin upp sú starfsvenja að skipa 2 nefndir, sem skyldu fjalla um öll þau mál, er ná til útvarpsráðs. Formaður hefir átt sæti í báðum nefndum og unnið með þeim. Hinsvegar hefir hann líka unnið með þessum starfsmönnum útvarpsráðs, og ég ætla, að það myndi nægja til afgreiðslu á málunum, svo ekki yrði lakara en áður, að í n. væru 2 menn og formaður, hvorri um sig, og þær 2 eins og verið hefir. Þær breyt., sem felast í mínum brtt.. eru á því, hvernig úvarpsráð sé skipað. Eins og kunnugt er, er það nú skipað af þrem aðiljum. Í fyrsta lagi eru 3 menn kosnir á Alþingi, í öðru lagi 3 menn kosnir með hlutbundinni kosningu meðal útvarpsnotenda um land allt, og í þriðja lagi er formaður útvarpsráðs skipaður af kennslumálaráðherra. Það virðist óneltanlega vera eðlilegast, að þeir menn, sem halda útvarpsrekstrinum uppi í landinu, en það eru útvarpsnotendur, fengju að ráða, á hvern hátt er farið með málefni útvarpsins og hvernig skipað er úfvarpsráð. Og það verður bezt tryggt með því, að þessir sömu aðiljar, útvarpsnotendur, kjósi menn í útvarpsráð. En þó hefði mér þótt hlýða að ætla kennslumálaráðh. íhlutunarvald með starfsemi útvarpsins, af því að það hnígur undir hans starfsgrein. Skipi hann einn mann, sem yrði þá um leið formaður.

Þá er 3. brtt. á þessu þskj. Eins og nú er ákveðið í lögum, þarf frambjóðandi til kosninga í útvarpsráð að hafa meðmæli 200 manns. Ég sé ekki ástæðu til að hafa þessa tölu hærri en 100 manns. Í næstsíðustu málsgr. frv. er ákvæði um það, að skrifstofustjóri útvarpsráðs sé ritari þess. En nú er það svo, að í útvarpslögunum er ekkert ákvæði um það, að neinn skrifstofustjóri skuli verða fyrir útvarpsráð; get ég ekki séð, að nein ástæða sé að binda með lagastaf, hvort þessi skrifstofustjóri, ef hann er, sé ritari ráðsins eða ekki. Þykir mér að öllu leyti eðlilegast, að útvarpsráð nefni sér úr sínum hópi, ef því þykir svo rétt vera, ritara sinn, ef starfskraftar útvarpsráðs nægja. Nú er gert ráð fyrir því í frv., eins og í núgildandi l., að svo megi fara með kosningar í útvarpsráð, að enginn kjörlisti komi fram. Í samræmi við það hefi ég gert þá brtt. á sama þskj., að þá sé það kennslumálaráðh., sem skipi menn í útvarpsráð, þó þannig, að tilnefning þriggja manna sé bundin till. frá þrem stærstu flokkum á Alþingi. Með því tel ég, að betur ætti að vera tryggt en ella, að menn kæmu með nokkuð ólíkar skoðanir um þau hin allra viðkvæmustu mál, sem fyrir útvarpið eru lögð, en það eru vitanlega þau mál, er snerta stjórnmálin. — Loks er 5. breyt., sem felst í þessu þskj., við 2. gr., þannig, að umboð þeirra manna, sem nú eiga sæti í útvarpsráði, skuli gilda til 1. maí 1939 þ. e. a. s. í 4 ár frá því að þetta útvarpsráð var skipað, og þannig, að innan þess tíma hafi kosning getað farið fram á þeim 4 mönnum, sem ég legg til, að skipaðir séu af hálfu útvarpsnotenda. Önnur helztu atriði á þessu þskj. eru að mestu leyti sama eðlis og frv. á þskj. 347.

Ég sé ekki ástæðu til, nema tilefni gefist, að rökræða þetta frekar en ég hefi gert, að eðlilegast megi teljast, að útvarpsnotendur sjálfir ráði með kosningu, hverjir skipi útvarpsráð. Hitt hefir og komið fram, áður en 4 ár eru liðin frá því að núgildandi lög um útvarpsrekstur ríkisins voru sett, að það hefir fylgt bögguli skammrifi, að útvarpsráð hefir ekki verið „rofið“, þó að þing hafi verið rofið.

Ég vil að síðustu geta þess, að það útvarpsráð, sem nú starfar, sem er að meira eða minna leyti skipað af pólitískum aðiljum, hefir reynzt mér í samstarfi tiltölulega mjög hlutlaust, og líklega að dómi þeirra, er til þekkja, hlutlausara en það útvarpsráð, sem áður var. Ég sé ekki ástæðu til að gera neinar snöggar breyt. undir þinglok á þessu máli, og hefði vitanlega ekki borið fram neinar brtt. á útvarpslögunum, ef ekki hefði gefizt það tilefni, sem felst í frv. um breyt. þeirra laga á þskj. 347.1)