30.04.1938
Neðri deild: 58. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 264 í C-deild Alþingistíðinda. (2632)

120. mál, útvarpsráð

*Héðinn Valdimarsson:

Ég get fallizt á brtt., sem hv. 1. þm. Skagf. kom með, og þær ástæður, sem hann bar fram hér, að það sé eðlilegasta leiðin, að útvarpsnotendur hefðu meiri afskipti af útvarpinu og stjórn þess en nú er, ef á annað borð er farið að breyta lögunum frá því, sem nú er. Ég hefi þó komið með brtt., sem ég mun nú skýra. Þessu frv. fylgir grg., og eins og ég gat um við síðustu umr., virðist hún á röngum forsendum byggð, þar sem látið er í ljós, að þessi lög séu sérstaklega nauðsynleg, vegna þess að kjörtímabil þeirra, sem skipaðir eru af ríkisstjórn, renni út 22. marz. Það er alls ekki. Eftir veitingarbréfinu rennur það ekki út fyrr en í maímánuði. Þá er nægilegur tími til að ganga til kosninga lögum samkv., bæði fyrir útvarpsnotendur og einnig fyrir kennslumálaráðh. Hv. þm. Seyðf. ætti að vita þetta manna bezt, þar sem hann undirskrifaði skipunarskjölin. Af þeirri ástæðu ætti ekki að verða nein nauðsyn fyrir þetta frv., enda eins og ég gat um við l. umr., er annar tilgangurinn en að gera við gloppu á lögunum. Ég kem þó með brtt., ef frv. yrði samþ., og felldar þær breyt., sem 1. þm. Skagf. kom með, sem gætu komið þessu í samt lag, þótt ekki sé farið inn á að svipta þá starfi, sem hv. þm. Seyðf. hefir veitt þessar stöður, á miðju kjörtímabili, án þess að nokkuð hafi þeir til saka unnið. Ég held, að það sé sjálfsagt, ef kosning á að fara fram, að hún fari þá fram að nýkjörnu þingi framvegis. En ég vil þó bæta því við, að þeir tækju við störfum I. maí næsta ár á eftir, og fellur þá jafnframt niður umboð þeirra útvarpsráðsmanna, sem kosnir voru næsta ár á undan, þannig, að ef vorþing er, þá byrji útvarpsráðsmenn þegar eftir kosningar I. maí. Ef haustþing er, þá bíði þeir til næsta vors, og þá geta þeir haft allan undirbúning undir starfsemi á næsta ári. Hinsvegar finnst mér engin ástæða ef nokkur hluti útvarpsráðsmanna er kosinn af útvarpsnotendum, að kjörtímabil þeirra sé annar tími en þeirra, sem skipaðir eru af ráðh. Og með því fyrirkomulagi, sem ég lagði til í brtt., þá á að vera auðvelt að kjósa þá á þeim tíma, sem um er getið í frv., febr. eða marz, og tækju þeir líka til starfa 1. maí, þannig, að mín brtt. er með því, að kosningin gildi til sama tíma og hinna í útvarpsráð, og loks, að formaður skal skipaður áður en hið nýkjörna útvarpsráð tekur til starfa og situr kjörtímabil þess, og situr þá allt útvarpsráð á sama tíma. Ennfremur legg ég til, að breytt verði 2. gr. — þar sem sérstök undanþága hefir verið gerð fyrir þá menn, sem kosnir eru af útvarpsnotendum, — að lög þessi öðlist gildi, þó að þeir, sem nú sitja, sitji til 1. maí næsta ári en hinsvegar getur þetta þing, ef það svo vill, eða þá næsta þing, kosið mennina.

Ég hygg, að með þessum breyt., ef ekki fást breyt., sem hv. 1. þm. Skagf. kom með, og menn telja betra að breyta frv., þá næðist það, sem er látið í veðri vaka, að sé aðaltilgangur frv. Hinsvegar næst það ekki, að komið sé mönnum út úr útvarpsráði nú, sem kannske er aðaltilgangur hv. þm. Seyðf.