21.02.1938
Efri deild: 5. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 273 í C-deild Alþingistíðinda. (2655)

9. mál, framfærslulög

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Það var alveg rétt hjá hv. flm. frv. þessa, að frv. lá fyrir á síðasta þingi og var þá fengið allshn. til athugunar. Að n. gat ekki afgr. það frá sér, var sökum þess, að hún sendi það til umsagnar tryggingarstofnananna, en fékk ekki svör frá þeim aftur. Aðeins munnleg skilaboð frá einni stofnuninni. sem voru þess efnis, að hún treysti sér ekki til þess að finna það út, hversu mikill kostnaður myndi verða af frv. þessu, ef að lögum yrði, fyrir stofnanirnar.