28.04.1938
Efri deild: 56. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í C-deild Alþingistíðinda. (2660)

21. mál, ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla

*Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti! Ég lagði fram í þingbyrjun frv. til l. um breyt. á l. um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. Samskonar frv. lagði ég fram í þingbyrjun á síðasta þingi. og frv., sem gengur í mjög svipaða átt, var einnig lagt fram á þinginn þar á undan af 2 hv. þm. Þessu hefir verið vísað til n. þing eftir þing, en það hefir ekki heyrzt neitt frá n., sem hefir átt um málið að fjalla. Mér þykir þetta nokkuð kynlegt, og það gengur nokkuð langt, þegar mál fást ekki tekin fyrir í n. þing eftir þing.

Það væri ástæða til að spyrja allshn., hvað liði fleiri málum, sem til hennar hefir verið vísað, en ég ætla ekki að íþyngja henni með fleiri spurningum, en óska aðeins eftir, að þessu verði svarað.