28.04.1938
Efri deild: 56. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í C-deild Alþingistíðinda. (2661)

21. mál, ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég tók svo eftir, að hv. 1. landsk. spyrði sérstaklega um frv. um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. Það er rétt, að þetta mál var borið fram í hv. d. í byrjun þings og hefir legið í n. síðan. Málið hefir verið rætt nokkuð í n., og það liggur fyrir umsögn frá landlækni um málið. Að vísu hefir ekki farið fram atkvgr. í n. um málið, en ég hygg, að ég fari rétt með það, að mikill meiri hl. n. hafi talið málið þannig vaxið, að hann mynda ekki geta lagt því meðmæli. Það getur komið til mála, að n. taki hreina afstöðu til þess, áður en hún lýkur störfum, en um framgang þess af hálfu n. sé ég ekki miklar líkur.

Um hin önnur mál má segja svipað, að það er mikill ágreiningur um þau í n. Um framfærslulagabreyt. er t. d. svo mikill ágreiningur, að minni hl. hefir ekki séð sér fært að kljúfa n. og ekki talið það hag fyrir málið, ef það væri gert. Það er víst, að innan n. er mikill ágreiningur um afgreiðslu þessara mála.

Ég tel svo ekki á þessu stigi ástæðu til að fara lengra út í þetta.