05.05.1938
Efri deild: 62. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 288 í C-deild Alþingistíðinda. (2678)

43. mál, uppeldisheimili fyrir vangæf börn og unglinga

Guðrún Lárusdóttir:

Herra forseti! Mér finnst vera nokkuð langt liðið frá því að ég bar hér fram frv. um uppeldisheimili fyrir vangæf börn og unglinga. Ég vildi því bera fram þá fyrir­spurn til allshn., hvort hún hafi ekki séð ástæðu til þess að kynna sér málið. Ég spyr um þetta af því, að ég álít, að þetta sé svo þýðingarmikið mál, að athugavert sé fyrir n. að skila engu áliti um það.