05.05.1938
Efri deild: 62. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 288 í C-deild Alþingistíðinda. (2679)

43. mál, uppeldisheimili fyrir vangæf börn og unglinga

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Þetta mál hefir legið hjá allshn. síðan snemma á þessu þingi, eins og hv. fyrirspyrjandi hefir bent á. Málið hefir verið lítilsháttar rætt í n., en ég veit ekki um afstöðu allra nm. Málið er nauðsynlegt, en töluverðan kostnaðarauka fyrir ríkissjóð myndi leiða af því að byggja slíkt heimili. En ég get lofað hv. 2. landsk., að hún geti fengið úr því skorið, hvort málið hefir fylgi í n. og hvort nokkur von sé um, að það geti gengið fram á næsta fundi n., og hvort n. leggur til, að það verði afgr. í þeirri mynd, sem það liggur fyrir. Ég býst ekki við, að það verði afgr. á þessu þingi, en hv. 2. landsk. skal fá að vita, hvort n. sér nokkra möguleika til að afgr. málið.