12.04.1938
Efri deild: 47. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 297 í C-deild Alþingistíðinda. (2697)

85. mál, skrifstofufé sýslumanna og bæjarfógeta o. fl.

*Erlendur Þorsteinsson:

Ég vil þakka hv. 2. þm. S.-M. fyrir, að hann vill taka til athugunar það, sem ég hafði fram að færa í þessu máli. Ég er ekki að halda því fram, að hin embættin fái of mikið skrifstofufé, heldur aðeins, að Siglufjörður fái of lítið. Skömmtun skrifstofufjárins á ekki að fara eftir því, hvort viðkomandi umdæmi er stórt eða lítið, heldur eftir því, hvað embættið er fjárfrekt og starfsfrekt. Og á Siglufirði eru sérstakar ástæður fyrir hendi vegna eftirlits með gjaldeyrisverzluninni og hins mikla útflutnings.