10.03.1938
Sameinað þing: 6. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í D-deild Alþingistíðinda. (2782)

49. mál, milliþinganefnd í skattamálum

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Þessi þáltill. er flutt samkv. ósk frá mér. Ég mun gera grein fyrir aðalatriðunum, sem liggja til grundvallar fyrir því, að talin er þörf á endurskoðun í þessum efnum. Ég fer ekki út í almennar umr. um þetta, en ætla að gera grein fyrir því aftur, hvers vegna ég lagði það til, að n. væri skipuð fulltrúum frá þrem stærstu flokkum þingsins, en ekki fleiri. Ég lít þannig á, að þessi n. verði vel starfhæf þannig. Það er flókið og vandasamt verk, sem hún á að hafa með höndum, og enginn vafi er á því, að þessir 3 stærstu flokkar, sem nú eru, muni hafa mest áhrif á ágreining þann, sem um málið kann að rísa, en minni flokkarnir tveir koma þar miklu síður til greina. Ég sé enga ástæðu til þess, að þeir eigi sæti í mþn. Engin vafi er á því, að það myndi gera starf n. erfiðara en ef hún væri aðeins skipuð fulltrúum frá þrem stærstu flokkunum. Hinir minni flokkar geta komið sínum till. á framfæri á sínum tíma. — Ég mun ekki fara nánar út í þetta, en legg til, að þáltill. verði látin haldast óbreytt. Hvað brtt. snertir, má fá tækifæri til að taka hana upp aftur, þegar málið kemur úr fjvn. Ég tel að öllu leyti æskilegast, að brtt. komi fram við síðari umr. málsins.