11.05.1938
Sameinað þing: 30. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 34 í D-deild Alþingistíðinda. (2792)

49. mál, milliþinganefnd í skattamálum

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Það er nú komin hér fram brtt. frá hæstv. fjmrh. um það, að tveim embættismönnum sé bætt inn í n., auk þeirra þriggja, sem tilnefndir eru af stjórnmálaflokkum Alþ., en þá verður nauðsynlegt að samþ. till., sem gengur í svipaða átt og hin skrifl. brtt. frá hv. 5. þm. Reykv. (Atvmrh.: Þess er ekki þörf). Jæja, en þá verður svo til orða tekið, að skipa skuli þriggja manna nefnd. sem fimm menn eigi sæti í.

Ég skal ekki heldur deila við hv. 5. þm. Reykv. Hann taldi nauðsynlegt, að allir flokkar ættu fulltrúa í þessari n., til þess að sem flest sjónarmið gætu komið þar fram. Ég fyrir mitt leyti get nú ekki séð, að nokkurt gagn væri að því, að sjónarmið kommúnista kæmi fram í þessari n., án þess að leggja nokkurn dóm á það út af fyrir sig, því að það er fyrirfram vitað, að þeirra sjónarmið í skattamálum verður ekki lögfest. Það mundi því ekki gera annað en að tefja fyrir störfum n., ef menn með byltingaskoðanir kommúnista færu að vinna þar. Og hvað t. d. snertir Bændafl., þá veit ég nú ekki, hvaða sérstaka sjónarmið það er, sem hann hefir í skatta- og tollamálum, eða í nokkru máli yfirleitt. Ég held Sjálfstfl. geti mætt fyrir hann. Ég held því, að þessi rök hv. 5. þm. Reykv. séu ekki mikils virði.