29.04.1938
Neðri deild: 57. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 350 í B-deild Alþingistíðinda. (281)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Frsm. (Sveinbjörn Högnason) Út af þessum hugleiðingum hv. þm. G.- K. um það, að ekki sé rétt að veita meiri styrk til endurnýjunar togaraflotans, skal ég segja það, að ekki er veittur meiri styrkur en til þess flota, sem fyrir er. Í 6. gr. þess frv. eru ákvæði um, að ríkisstj. sé heimilt á árinu 1939:

A. Að endurgreiða fiskveiðagufuskipum vörutoll af kolum, sem þau nota til fiskveiða í salt. B. Að falla frá innheimtu vörutolls af salti.

Hér er eingöngu að ræða um hjálp til þess togaraflota, sem fyrir er, og jafnframt því er þeir veittur styrkur til efniskaupa. Þær aths., sem hv. þm. G. K. kom með, hafa ef til vill mikið til síns máls. En þá verður, jafnframt því, að afgr. þáltill. á þá leið, að skipuð verði n. til þess að rannsaka hag og rekstur þeirra togara, sem fyrir eru. Eitthvað slíkt verður að gera til að leiða í ljós, hvort þörf þyki á að styrkja eða bæta hag stórútgerðarinnar, sem fyrir er í landinu. Hinsvegar er það vitað, að þessi hv. þm. hefir lýst því yfir hér á Alþ. allra manna bezt og átakanlegast, hvílík lífsnauðsyn það sé, ef stórútgerðin eigi að geta haldið áfram að endurnýja togaraflolann. Öllum eru kunnar lýsingar þessa hv. þm. á þeim ryðkláfum og manndrápsbollum, sem hann segir, að flest skipin séu orðin, og flestöll þeirra eru orðin háskalega gömul. Ef nauðsynin er talin jafnmikil að endurnýja togaraflotann eins og byggja upp bændabýlin, þá er sjáifsagt, að styrkur verði veittur til þess að byggja skip, sem séu sem allra ódýrust og hentugust í rekstri, því að þau munu borga sig bezt. Það stendur engum nær en útgerðarmönnum sjálfum að leggja áherzlu á þá mestu nauðsyn, sem sé á því að endurnýja togaraflotann, af því að skipin ganga smátt og smátt úr sér.