11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í D-deild Alþingistíðinda. (2818)

131. mál, ný læknishéröð

*Ólafur Thors:

Ég boðaði í dag, að ég hefði í hyggju að flytja brtt. við þetta mál, og mun ég nú gera það. Hún er á þá leið, að aftan við tillgr. bætist: svo og nauðsyn á stofnun nýs læknishéraðs í Kjósarsýslu. Samkv. því kæmi í fyrirsögninni: „nýrra læknishéraða“ í stað „nýs læknishéraðs“. — Ég skal ekki vera langorður um þessa brtt. Að undanförnu hefir sérstakur læknir verið launaður til þess að gegna læknisstörfum í Kjósarsýslu, en þar að hlýtur að koma, að óhjákvæmilegt verður að stofna nýtt læknishérað í Kjósarsýslu, og virðist vera mjög hagkvæmt að gera það í sambandi við þá þáltill., sem hér liggur fyrir.