05.04.1938
Sameinað þing: 16. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 121 í D-deild Alþingistíðinda. (2875)

91. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Forseti (BÁ):

Mér hefir borizt till. til rökst. dagskrár frá hv. 3. þm. Reykv. (HV), svo hljóðandi:

„Þar sem samþykkt Alþingis á vantraustsályktuninni gæti aðeins haft í för með sér eitt af tvennu, stjórnarskipti og enn nýja ríkisstjórn, er nyti stuðnings Sjálfstfl., en þingið lítur svo á, að með slíkri stjórn væri algerlega brotið í bága við vilja kjósendanna í landinu um vinstristjórn, eins og hann sýndi sig við síðustu alþingiskosningar, eða þá þingrof og nýjar kosningar í vor, en hin nýja ríkisstjórn hefir enn ekki gefið þær yfirlýsingar, sem vænta má, að hún muni gefa, áður en þingi slítur, um stefnu sína í löggjöf og framkvæmdarmálum, né heldur hefir sú stefna hennar enn orðið mörkuð af meðferð þingmála, og Alþingi telur ekki tímabært að koma af stað þingrofi án þess að hin nýja stjórn fái áður frekara tækifæri til að marka stefnu sína, þá telur Alþingi rangt að samþykkja tillöguna, en með hliðsjón af því, að Framsfl. hefir nýlega gengið á móti verklýðssamtökunum í landinu, með því að samþykkja lög um gerðardóm í vinnudeilu, þvert ofan í vilja verklýðssamtakanna, telur þingið ekki heldur rétt að fella tillöguna, en í trausti þess, að hin nýja ríkisstjórn muni leita ná þegar fullrar gagnkvæmrar samvinnu við verklýðssamtökin og Alþfl. í landinu, vísar Alþingi tillögunni frá og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“

Þessi rökst. dagskrá liggur þá einnig fyrir til umræðu.

Hv. 3. þm. Reykv. hefir kvatt sér hljóðs, en samkv. úrskurði hæstv. forseta er ekki unnt að veita honum orðið nema eftir 52. gr. þingskapa. Samkv. þeirri gr. má ekki ræðutími utanflokkamanns vera lengri en helmingur á við ræðutíma hvers flokks, sem þátt tekur í umr. Samkv. þessu mun hv. 3. þm. Reykv. (HV) fá 171/2 mínútu til umráða hér í kvöld.