03.05.1938
Neðri deild: 60. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 372 í B-deild Alþingistíðinda. (306)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Pétur Ottesen:

Út af þeirri skrifl. brtt., sem hv. þm. Mýr. flytur, vildi ég taka það fram, að ástæðan fyrir því, að ég er með þessari brtt., er sú, að við endurbætur á alveg ákveðnu svæði vil ég fylgja þeirri reglu, sem byggt er á í þessu frv. — og by-ggt hefir verið á að undanförnu, t. d. viðvíkjandi Norðurlandsveginnm —, að tiltaka þann vegarkafla, sem ætti að verja fénu til samkv. þessu frv. Og í öðru lagi byggi ég á því, að einmitt sá kafli á þessari leið, sem ætlazt er til, að þessu fé verði varið til umbóta á, er sá, sem hefir staðið mest í vegi fyrir því, að hægt hafi verið að halda þessum ferðum uppi frameftir hausti, og þar af leiðandi aðkallandi, að umbætur yrðu á honum gerðar. Þetta eru ástæðurnar til þess, að ég hefi lagt það til, sem í till. stendur um tilhögun á þessu. Verði nokkur afgangur af þessu fé, virðist öll sanngirni mæla með því, að nokkuð verði skipt á milli landshluta, ef slíkur tekjuafgangur verður, eins og leitazt er við með aðalfjárframlaginn samkv. þessum lögum að skipta þessu þannig.