11.05.1938
Efri deild: 73. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 372 í B-deild Alþingistíðinda. (312)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Fjhn. hefir flutt 3 brtt. við 4. gr. frv., og eru þær á þskj. 553. ÖI1 n. stendur að 2 fyrstu brtt., en um þá þriðju er nokkur ágreiningur innan n., sem sjá má á þskj. 561. Þessar brtt. n. eru mjög einfaldar. Þær eru aðeins um það, að samræma ákvæðin um úthlutun benzínskattsins við fjárl., eins og gengið var frá þeim til fulls síðastl. nótt. Þar var samþ., eins og menn muna, að lækka tillagið til allra þeirra vega, sem nefndir eru í þessu frv., um 10%, og þarf því að samræma þetta við fjárl., svo ekki verði árekstrar. Ennfremur var sú breyt. gerð. að Siglufjarðarskarðsvegur var tekinn út af tölu þjóðvega og settur á benzínvegi, og er því lagt saman það, sem til þessa vegar var ætlað af almennu vegafé og af benzínfé, og síðan dregin 10% frá þeirri upphæð.

Ennfremur var nýr vegur tekinn úr tölu almennra þjóðvega í fjárl. og settur á benzínvegi, en það er Öxnadalsvegur. 2. brtt. n. er um það.

Þá var þannig gengið frá síðustu málsgr. 4. gr. frv. í Nd. — en elns og málsgr. hljóðaði í frv. var hún hrein endileysa að máli til, og þurfti því undir öllum kringumstæðum lagfæringar við —, að hugsunin í málsgr. eins og Nd. gekk frá henni var sú, að ef afgangur yrði af benzínfénu, þegar framlag til vega, sem ákveðið er, væri greitt, þá skyldi verja 3 þús. kr. til vegar frá Suðurlandi til Norðurlands. Nú er auðvitað ekkert nema gott um það að segja, þó ó þús. kr. yrði varið í þessu skyni framyfir það, sem nú er gert. En meiri hl. n. lítur samt svo á, að ef þingið hefði viljað taka þetta upp, þá hefði það átt að vera sem einn stafl. í 4. gr., en ekki orða þar eins og það er gert. Í fjvn. er gengið frá þessu, og að okkar áliti einnig í þessu frv., sem samkomulagi fyrr á þinginn, hvað til hvers vegar eigi að fara af benzínfé, og að fara nú að bæta við nýjum vegi, algerlega dulbúnum, það teljum við ekki rétt. Að vísu virðist minni hl. n. líta nokkuð öðrum augum á þetta, því hann ber fram brtt. á þskj. 361, en þar er sennilega sama hugsun og var í síðustu málsgr. 4. gr. eftir að Nd. hafði um frv. fjallað. Munurinn er aðeins sá, það skal ég viðurkenna, að till. hv. 1. þm. Reykv. er í alla staði rétt flutt og frambærileg, en hitt var alls ekki hægt að láta standa í lögunum.

Það er þá till. meiri hl. n., að till. á þskj. 553 verði samþ. eins og þær liggja fyrir, og annað ekki, því við teljum það eitt í samræmi við það, sem fjvn. og Alþ. í heild hafa gengið frá fjárveitingum til einstakra vega.

Aftur á móti álít ég, að ef brtt. á þskj. ó61 væri samþ., þá kæmist ruglingur á þetta, sem ég álit ekki rétt að gera á þessu stigi málsins, án þess að ég vilji á nokkurn hátt mæla á móti till. út af fyrir sig, og það hefði e. t. v. verið rétt að koma því inn í málið fyrr, að tekinn væri upp sérstakur stafl. í gr. um sama efni og till. fjallar um.