11.05.1938
Efri deild: 73. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 376 í B-deild Alþingistíðinda. (315)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Magnús Jónsson:

Ég skal ekki eyða hinum dýrmæta tíma þingsins til að stæla um þetta eina atriði, sem við hv. 1. þm. Eyf. erum ósammála um. Mér virðist þetta mjög einfalt. Hv. 1. þm. Eyf. telur, að Alþ. sé búið að ráðstafa afgangsfénu. Nei, það er ekki búið að gera það. Búið er að ráðstafa því almenningsfé, sem fara á til vegamála, en ekki þessum afgangi af benzínskattinum. Deilan er ekki um annað. Þetta fé á að ganga til Suðurlandsbrautar eða skiptast milli Suðurlands- og Norðurlandsbrautar. Um þetta er ekkert í fjárl. Hv. þm. getur gengið inn á þessa skiptingu, og því ætti hann þá að greiða atkv. móti því, að fé væri veitt til hans fjórðungs? Ég mun geta litið á þetta nokkurnveginn hlutdrægnislaust, þar sem báðir vegirnir liggja út frá Reykjavík.

Ég skal ekkert segja um nein samningsrof. Má vera, að hv. 1. þm. Eyf. og hans flokksmenn hafi gert einhverja samninga um þetta fé, en ég er þar óbundinn og get haldið fram minni skoðun og gert mínar till. um ráðstöfun þessa fjár eftir sannfæringu minni.

Ég er sammála hv. 1. þm. Eyf. um, að afgangurinn mun áreiðanlegal nema meiru en þessum 5 þús., og þá hlýtur sá afgangur að koma til ráðstöfunar.